Brandari

Heyrði þennan brandara fyrir nokkur síðan og fannst hann helvíti skemmtilegur.

Gamall kúreki í fullum skrúða kom inn á kránna og fór beint á barinn og pantaði sér viský. Þar sem hann situr og dreypir á drykknum kemur ung, glæsileg kona og pantar sér drykk, spyr gamla kúrekann hvort hann sé alvöru kúreki ? Já það er ég, hef verið það alla ævi. Hef verið alla mína tíð á búgarði, rekið kúahjarðir, verið á hestbaki, reist girðingar, já ég er alvöru kúreki.

Eftir smá stund segir kúrekinn við dömuna: Hvað ert þú? Ég er lesbía, eyði öllum mínum tíma í að hugsa um konur, frá því ég vakna á morgnanna, þegar ég fer í sturtu, þegar ég borða, þegar ég horfi á sjónvarpið og þegar ég er komin í rúmið á kvöldin, hvað sem ég geri þá hugsa ég stöðugt um konur. Stutt seinna fer unga konan og kúrekinn pantar sér annan drykk.

Nokkru síðar kenur par og sest við barinn og maðurinn spyr gamla kúrekann hvort hann sé virkilega alvöru kúreki ? Það hef ég alltaf haldið, þangað til rétt áðan að ég komst að því að ég er lesbía.

Ég sló inn Kúreki á Google og fékk þessa mynd af honum Hallbirni    

Svo sló ég inn orðinu lesbía og fékk þessa mynd

Ætli Máni viti að ædolið hans er lesbía??

Svo sló ég inn kúreki og lesbía og þá fann ég þessa mynd af kirkju

Eigum að ræða þetta eitthvað??

Ein ummæli

  1. Birgitta
    10. desember 2007 kl. 9.02 | Slóð

    Það get ég sagt þér Jón, að þetta er Hólskirkjan í Bolungarvík. Þarna eyddi maður mörgum sunnudeginum í sunnudagaskólanum hjá Sigurði Ægis.

    Gullfalleg kirkja!