Tileinkað Helga Birgissyni!!!

Var í andskotans prófi í morgun, skaðabótaréttur, það var djöfull. Alltof langt, náði ekki að klára, venjulega hef ég tíma til að borða skyr og banana, fara tvisvar á klósettið, stara útí loftið og slóra svo farinn út þegar það er svona hálftími eftir. Ekki í morgun, borðaði meðan ég skrifaði, hugsaði á leiðinni á klósettið og meðan ég hristi úr honum, þegar það voru 20 mínútur eftir af prófinu átti ég eftir um það bil 20% af prófinu, reikna út og svara spurningum og rökstiðja svörin mín. Ein spurninginn var einhvern veginn svona: “Á Ægir rétt á bótum fyrir tímabundið atvinnutjón, og ef svo er við hvað ætti að miða við útreikning þess? Mitt svar: Nei, hann er gamall og hættur að vinna, engar bætur.” Þetta var allur rökstuðningurinn.

Svo leiðist mér mómentið eftir próf hrikalega mikið þegar allir hittast og segja hvað þau skrifuðu í þessu og þessu svari, þá finnst mér ég vera heimskur, vitlaus og klaufi. Í dag eftir prófið reyndi ég að forðast þessa umræðu en það gekk ekki alveg, þannig að mér fannst ég heimskur, vitlaus og klaufi svo að ég fór bara að hugsa um vöðvana.