2008

Þá er gengið í garð það herrans ár 2008. Ég strengdi nokkur áramótheit þessi áramótin. Í fyrstalagi ætla ég að hætta að reykja….allavega tvisvar sinnum, er búinn með fyrsta skiptið. Svo ætla ég ekki að falla í prófi aftur, langar í eðlilaga langt jólafrí næst, það þíðir líka að ég ætla ekki heldur að verða veikur í prófatörn. Svo ætla ég að lækka um 8-10% í fituhlutfalli, það verður skemmtilega áramótaheitið mitt.

 

En ég hef verið að æfa í Hreyfingu frá því síðasta vor, en stöðin flutti nú í vikunni í nýtt og glæsilegt hús, en ég hugsa að ég ætli að leita annað þegar kortið mitt rennur út. Þó að þetta sé svakalega flott og stílhreint þá einhvernveginn finnst mér vanta svo mikið, það vantar svitalyktina og sjarmann sem gamli staðurinn hafði þar sem allt var skítugt og ógeðslegt. Ég var í ræktinni í gær og það kom gaur að þrífa klefan bæði þegar ég var að klæða mig í og þegar ég var búinn, var búinn að vera að æfa á gamla staðnum í um 10 mánuði þrisvar í viku og ALDREI séð neinn þrífa kelfann.

 

Sló inn svitalykt á google og fann þessa mynd, lýsi eftir svitalyktinni í Hreyfingu.