Lífið er Handbolti!!!

Þessa dagana er lífið handbolti en íslenska karlalandsliðið er að spila á EM í Noregi og eru ekki að standa undir væntingum kröfuharðar þjóðar sinnar. En liðið er búið að spila 3 leiki við; svíja, frakka og slóvaka, unnum þann síðast nefnda og stóðum okkur illa í hinum 2. É hef verið að spá soldið í þessu misjafna gengi liðsins, en þetta er í raun einsog það séu 2 íslensk lið í Þrándheimi að keppa, annað keppti á móti svíum og frökkum og drullaði uppá bak og náðu engu tempói. Hitt spilaði á móti slóvökum og rúllaði þeim upp og spiluðu eins og englar, sérstaklega fyrri hálfleikinn.

En þá er spurninginn, hver er munurinn á þessum liðum? Jú annað spilar í bláum búiningum og spilar vel en hitt spilar í rauðum og getur ekki blautan. Ég legg til að rauða liðið fari heim og leifi því blá að klára þetta mót svo að ég geti hætt að bryðja prósak og önnur geðdeyfilyf einsog smartís.
 


Þetta er týpísk stemmning hjá rauða liðinu, andleysi og vonleysi.


Og þessi stemning er allsráðandi hjá blá liðinu.

Áfram Ísland í blíðu og stríðu.