Einu sinni hugsuðu menn á Íslandi lengra en einn mánuð fram í tíman!!!

Kalinn er á lokasprettinum í prófatörninni, búinn með tvö og fer í það þriðja og síðasta á laugardaginn. Er að lesa fyrir refsirétt núna og rakst á lagagrein í XVIII.(18.) kafla laga nr. 19/1940 en þar segir í 1. mgr. 168. gr. “Ef maður raskar öryggi járnbrautarvagna, skipa, loftfara, bifreiða, eða annara slíkra farar- eða flutnigatækja, eða umferðaröryggi á alfaraleiðum…”. Hvenær hafa verið járnbrautir hérna, eða voru menn að hafa vaðið fyrir neðan sig og setja þetta inn vegna yfirvofandi járnbrautarvæðingu á Íslandi, hefði ekki verið nær að hafa ákvæðið svona; ef maður raskar öryggi hestvagns, skipa, o.s.fr.

Fannst þessi mynd bara svo viðeigandi við svona leiðinlega bloggfærslu

Mynd tekin fyrir framan alþingishúsið stuttu eftir setningu Almennra hegningalaga nr. 19/1940 12. febrúar