Jómfrúar tónleikarnir!!!

Fór á mína fyrstu alvöru tónleika í gær með gamla brýninu honum Bob Dylan. Karlinn er orðinn löglegt gamalmenni en þrátt fyrir það var hann nú bara nokkuð sprækur miðað við aldur og þá sérstaklega fyrri störf, hann hefur nú innbyrt meira af fíkniefnum en flestir í gegnum tíðina. Ég semsagt var að fara á mína fyrstu alvörutónleika og var þess heiðurs aðnjótandi að fá að fara í fylgd með Óla frænda. En hann hefur marga fjöruna sopið og farið á fleiri tónleika en hann man eftir. Hann er einnig sá einstaklingur sem ég þekki sem veit hvað mest um tónlist, hann sigraði meira að segja Pétur Kristjánsson heitinn einu sinni í spurninga keppni um tónlist á Rás 2 í gamla daga.

Mér fannst tónleikarnir stór góðir þó að ég hafi ekki verið að hlusta mikið á nýjasta efnið hans Dylan´s, en hann spilaði mest nýtt efni og gamalt með í bland í nýjum útsetningum sem einhverjir voru ósáttir með en ég hafði gaman af því, var svona grúf blús mjög skemmtilegt. Það eina sem ég gæti sett út á var hvað sviðið var lágt og maður sá illa ef maður var fyrir aftan einhvern sem var stærri en maður sjálfur, svo voru mun fleiri miðar seldir í A svæði en upphaflega var talað um, því að meirihluti af salnum var undir lagður fyrir A svæði, sjálfsagt bara leið hjá tónleikahöldurum að ná meiru í kassann. En í hnotskurn var þetta stórskemmtileg upplifun og gaman að hafa farið á fyrstu svona alvöru tónleikana sína með Óla frænda sen er svona mikill tónlistar unnandi, það gerði bara góða upplifun enn betri.

[youtube=http://www.youtube.com/watch?v=3FoZUtbd3ng&feature=related]
Hefði viljað sjá hann taka þetta í gær einan með kassan og hörpuna.

Svo er það Ísland vs. Wales á morgun, enginn Eiður þannig að það eru allar líkur á að það verði sigurleikur.