Undarlegir duttlungar í Frostaskjólinu!!!

 

Kallinn fór vestur í bæ í gær með tæknifræðingnum til að horfa á knattspyrnuleik milli KR og FRAM. Úrslitin skipta ekki máli en það sem stóð uppúr úr þessum leik var helst þrennt. Það fyrsta var að það sást glögglega glitta í búning KR undir dómaratreyjum tríósins og sér í lagi línuvarðarins sem var nær stúkunni, ég myndi vilja sjá fituprósentuna hans. Hann gerði í því að ögra Paul með því að sussa stöðugt á hann og lagði hann í einelti. Í öðru lagi þá leit Björgólfur Takefusa út fyrir að vera húsdýr þarna í frostaskjólinu hann lagðist niður í grasið við minnsta tilefni að mér sýndist til að fá sér að bíta smá gras til að fá meiri orku. Það síðasta sem mér skrítið í þessum leik var það að KR virðist hafa fengið leikheimild fyrir tröllkarl, ég var nú á dómaranámskeiði um daginn og þurfti að lesa knattspyrnuregluverkið fyrir prófið og ég sá það hvergi að það sé leyfilegt að tefla fram tröllkarli í knattspyruleik, ég þarf kanski að lesa regluverkið betur.

Allavega var þetta ekki ferð til fjár en ég sá fullt að ljósum punktum í þessu FRAM liði og hef því ekki áhyggjur af tímabilinu.