Þetta er einsog tölvuleikur!

Ég er einsog meirihluti landsmanna andvígur ríkisstjórninni og reyndar stjórnarandstöðunni líka. Ég minnist þess þegar Guðmundur Steingrímsson kom niður í mötuneyti og var að messa yfir okkur um það hvað Samfylkingin væri frábær flokkur og fór að líkja stjórnun landsins við tölvuleik. Hann vildi meina að Samfylkingin ætti rétt á að fá fjarstýringuna næst afþví að hinir voru búnir að fá að leika sér svo lengi í leiknum og vildu ekki deila með sér. Samfylkingin fékk sínu fram, eftir á að hyggja var það kanski ekki sniðugt þegar ekki er til hæfari fólk til að sitja í ríkisstjórn fyrir flokkinn heldur en flugfreyja.

Ég tel að við þurfum mun hæfari einstaklinga í framboð til að stjórna landinu og til að fá þá þurfum við að hækka laun alþingismanna og ráðherra. Það er ekki nóg að einstaklingar komi vel fyrir heldur þarf að vera eitthvað gáfulegt sem einstaklingar láta út úr sér einsog ákveðinn heimspekingur sem er í ríkisstjórninni.

Við eigum að reyna að fara að ná háskóla prófesorum og sérfræðingum í framboð til alþingis.

Ein ummæli

  1. Birgitta
    2. nóvember 2008 kl. 16.56 | Slóð

    Ég ber mikla virðingu fyrir Jóhönnu Sig. og finnst hún ein af fáum sem segir hlutina skýrt og skorinort. Ekkert bull. Kannski ekki alltaf sammála henni (eða nokkrum öðrum ef því er að skipta) en ég myndi samt treysta henni mun betur en, jahhh nánast öllum hinum.