Steinunn Valdís Óskarsdóttir.

Steinunn Valdís er að ég held að óhætt sé að segja feministi, ekkert að því svo sem. Hún vill auka veg og virðingu kvenna en samt aðallega völd kvenna. Steinunn er flutningsKONA (segi þetta til að móðga hana ekki) frumvarps um breytingar á lögum nr. 161/2002 um fjálmálafyrirtæki. Hún vil bæta við málsgrein við 51. gr. lagana sem fjallar um fjölda stjórnarmanna í fjármálafyrirtækjum. Á hin nýja málsgrein að hljóða svo “Við kjör í stjórn skal tryggt að í stjórninni sitji sem næst jafnmargar konur og karlar.” Ég hef alltaf verið mótfallinn þessu að það verði að vera sem jöfnust hlutföll karla og kvenna, það á að kjósa það fólk sem er hæfast hverju sinni, ef það eru allt konur þá er það í góðu lagi mín vegna, er ekki kvenn hatari enda bý ég einn með þremur kvennmönnum á heimili. Í athugasemdum með frumvarpinu segir “Ljóst er að fram til þessa hafa konur ekki átt greiðan aðgang að stjórnum banka eða fjármálafyrirtækja. Er það miður, ekki síst þar sem rannsóknir hafa sýnt fram á fjárhagslegan ávinning fyrirtækja af því að auka hlutfall kvenna í stjórnum.” Rannsóknir, eru niðurstöður þessara rannsókna læstar niðrí skúffu einhversstaðar og voru þær gerðar eftir viðurkenndum vísindalegum rannsóknaraðferðum, ég bara spyr.


Fyrst ég er að fjalla um Steinunni og hennar jafnréttis hugsjón verður nú bara að minnast þingsályktunar sem hún bar upp á Alþingi fyrir að verða ári síðan um að ríkisstjórninni yrði falið að undirbúa breytingar á stjórnarskrá og lögum til að taka mætti upp nýtt starfsheiti ráðherra sem bæði kynin gætu borið. Hún gerði engar tillögur að titli en sagði að leita mætti eftir áliti hjá Íslenskri málnefnd og heimspekideild Háskóla Íslands. Í greinagerðinni segir “Það er því í fyllsta samræmi við þessa þróun að breyta einnig starfsheitum í hefðbundnum karlastéttum, þannig að konur geti borið þau. Ráðherraembætti eiga ekki að vera eyrnamerkt körlum.”

Ég er á því að Steinunn eigi að reyna að virkja sjálfa sig í að gera meira gagn heldur en þetta væl sitt og ef hún ætlar að halda því áfram að gera það á málefnalegum nótum.

Þess ber samt að geta að ég hef kosið Samfylkinguna með hana innaborðs, er reyndar nokkuð viss að ef yrði boðað til kosninga í dag að ég myndi ekki kjósa flokkinn.