Sjálfstæðisflokurinn!

Skipstjóri og fyrsti stýrimaður Sjálfstæðisflokksins tilkynntu um það í dag að ákveðið hefði verið á miðstjórnarfundi flokksins í dag að skipa “Evrópunefnd” sem á að skoða stöðu Íslands gagnvart Evrópusambandinu, ríkjum Evrópu og valkostum Íslands í alþjóðasamstarfinu.

Fyrsti stýrimaður flokksins sagði það fyrir nokkru síðan að skoða ætti aðild að ESB vegna þeirra þjóðfélagsaðstæðna sem upp væru komin á Íslandi. Það er orðið augljóst að það eru að myndast tvær fylkingar innan raða sjálfstæðisflokksins, þeir sem vilja hlaupa undir pilsfald ESB og þeirra sem vilja það ekki.

Ef að nefndin kemst að þeirri niðurstöðu að hagsmunum okkar er betur borgið innan vébanda ESB og landsfundurinn samþykkir þá setefnubreytingu floksinns. Ekki mun þá standa á samtarfsflokknum í ríkisstjórninni, sem helst vildu vera komin inní ESB í gær. Komist þessi “Evrópunefnd” að þessari niðurstöðu og flokkurinn breytir stefnu sinni er Sjálfstæðisflokkurinn ekki að svíkja þá sem gáfu honum umboð til að starfa á hinu háa Alþingi?

Finnst það allavega voða hæpið að lofa að gera ekki eitthvað í kosningabaráttu og svo að gera það samt. Menn eiga að vera trúir sinni stefnu og fylgja henni, allavega ekki að breyta henni á miðju kjörtímabili.

 

2 ummæli

  1. Máni Atlason
    21. nóvember 2008 kl. 2.05 | Slóð

    Það þyrfti a.m.k. að byrja á því að breyta nafni flokksins, Sjálfstæðisflokkur er varla gott nafn á flokki sem framselur sjálfstæðið til Brussel.

  2. 21. nóvember 2008 kl. 14.01 | Slóð

    Mjög sammála.