Dabbi Kóngur!!!

Davíð Oddson svaraði bréfi sem flugfreyjan sendi honum um daginn þess efnis að ef hann myndi ekki segja af sér myndi hún breyta lögunum til að koma honum úr embætti. Hér eru valdir skemmtilegir kaflar úr fjögurra blaðsíðu löngu svari hans við hótun flugfreyjurnar.

„Bréf af þessu tagi með lítt dulbúnum hótunum til embættismanna er einsdæmi, ekki eingöngu hér á landi, heldur einnig um allan hinn vestræna heim. Lög sem eiga að tryggja sjálfstæði seðlabanka og forða pólitískri aðför að seðlabankastjórninni hafa nú verið þverbrotin. Ábyrgð ráðherrans er því mikil.“

„Bréf ráðherrans ber öll merki þess að hafa verið ritað utan ráðuneytisins, hvort sem það hefur verið á flokksskrifstofu eða annars staðar“

„Ráðuneytisstjórinn, sem ýtt var út úr ráðuneytinu, er einn kunnasti hagfræðingur landsins og fyrrverandi forstöðumaður Þjóðhagsstofnunar. Í stað hans kom lögfræðingur, en i bréfi ráðherrans virðist það helst fundið formanni bankastjórnar Seðlabankans til foráttu að hann sé lögfræðingur, en ekki hagfræðingur.“

„Lausleg skoðun hefur ekki sýnt að önnur lönd setji tiltekið afmarkað prófskírteini sem skilyrði fyrir ráðningu i starf seðlabankastjóra. Víða er hins vegar gert ráð fyrir því að seðlabankastjórar skuli hafa víðtæka þekkingu á efnahags- og peningamálum. Fráleitt er að ætla, að háskólamenntaður lögfræðingur, með víðtækari reynslu við stjórn efnahags- og peningamála en flestir, sé verr til þess fallinn að gegna seðlabankastjórastarfi en maður sem getur veifað tiltekinni prófgráðu, til að mynda i peningahagfræði.  Það vill svo til að um þessar mundir er mest um það rætt að peningahagfræðin standi nánast á brauðfótum eftir það efnahagshrun sem orðið hefur um allan heim. Breytir þá ekki hvort menn hafa Nóbelsverðlaunatitil að skreyta sig með eða önnur og tilkomuminni skjöl.“

„Fyrir fáeinum vikum urðu mönnum á stjórnsýsluleg afglöp, þegar brotthlaupinn ráherra skildi Fjármálaeftirlitið eftir stjórnlaust, bæði hvað framkvæmdastjórn og yfirstjórn varðaði, á viðkvæmasta tíma í íslenskri fjármálasögu. Af því hefur hlotist verulegur skaði. Ábyrgð ráðherra er mikil á því að mál gangi ekki fram með slíkum hætti.“

„Alþingi hefur nýlega í góðri sátt skipað sérstaka rannsóknarnefnd um aðdraganda bankahrunsins. Hvers vegna treystir ráðherrann sér ekki til að bíða álits þeirrar nefndar? Hvers vegna i ósköpunum ætti bráðabirgðastjórn, sem þess utan er minnihlutastjórn, að ganga svo til verks einsog gert er? Engar frambærilegar skýringar hafa verið gefnar á því. Þá sitja eftir hinar óframbærilegu.“

„Hún sagðist í tilefni af afsögn Ingimundar þakka fyrir vilja hans til að leggja framtaki sinu lið! En í bréfi hans, sem hún túlkar svo, hafði Ingimundur harmað ósanngjarnar og órökstuddar dylgjur í bréfi ráðherra og talið hana hafa vegið ómaklega að starfsheiðri sínum og æru! Verði sá gerningur sá eini sem upp úr ferli Jóhönnu Sigurðardóttur stendur sem forsætisráðherra, að flæma vammlausan embættismann úr starfi, sem hann hafði stundað af óvenjulegri samviskusemi og dugnaði, þá á hún alla mína samúð.¨

„Það gleður mig, að jafnvel þeir sem helst vilja leggja til mín hafa ekki getað fundið neitt málefnalega athugavert við störf mín og reyndar tekið sérstaklega fram að við mín störf sé ekkert að athuga. Ég þurfi bara að fara frá af óefnislegum ástræðum.“

„Það er hlálegt að ráðherra úr hópi þeirra sem hlustuðu ekki og sjálf lyfti ekki litla fingri til að stemma stigu við því sem var að gerast skuli nú ganga fram með þeim hætti sem hún gerir.“

„Ég hef hins vegar aldrei hlaupist frá neinu verki sem ég hef tekið að mér og mun ekki heldur gera það nú.“

Mjög gott, verður gaman að sjá útspil stjórnarinnar við þessu svari Davíðs. Það á víst að mótmæla við Seðalabankan á morgun, Dabbi eflist bara við mótlætið líkt og cry baby hjá ManYoo. Dabbi hættir ALDREI!!!