Bubbi kóngur vs. Dabbi kóngur

Bubbi kóngur hefur ákveðið að halda tónleika til heiðurs Dabba kóng. Hann hyggst mæta með 13 metra langan trukk og parkera honum fyrir utan Seðlabanka Íslands þar sem Dabbi ræður ríkjum og ætlar að leika fyrir hann nokkur vel valin lög ásamt hljómsveit sinni Egó. Á milli laga ætlar hann að kalla “Burt með þig”, þetta kemur fram á “fréttavefnum” DV.is. Í heimsku sinni heldur Bubbi kóngur að hann nái að hrekja Dabba kóng úr starfi sínu hjá Seðlabankanum, það er fyndið og segir meira um Bubba en margt annað.

vs.

Ég hugsa að Dabbi eigi bara eftir að mæta með dansskóna með sér í vinnuna á morgun og taka góðan snúning undir taktföstum tónum Egós.

Ein ummæli

  1. 5. mars 2009 kl. 22.57 | Slóð

    Þeir eru þó nokkuð líkir þessir tveir kóngar. Báðir halda þeir að þeir séu þeir vinsælustu í landinu, en svo er ekki. Sá vinsælasti er Geir H. sem gat staðir í báða fætur og gert ekki neitt á meðan allt hrundi í kringum hann. Verður mjög svo fróðlegt að skoða annála frá þessum tíma eftir 10 ár og vera ennþá jafn gáttaður á manninum sem gerði ekki neitt og sem heldur áfram að gera ekki neitt “það var ekki ég sem gerði það”.
    Styttist nú í að Wolfang fari frá þessu landi og komi ekki aftur. Mun Wolfang láta aðra um að moka flórinn og skjóta mjólkurkírnar á básunum á eftir í þeirri röð. Wolfang mun þó ekki hætta að blogga um landið og fólkið, allavega á meðan eitthvað félk er eftir í landinu til að blogga um.
    Wolfang