Hvítþvottur Samfylkingarinnar.

Jón Baldvinn sagði í dag að Ingibjörg Sólrún ætti að víkja úr formannssæti flokksins og að hann styddi Jóhönnu Sigurðardóttur til formanns og ef hún myndi ekki sækjast eftir því myndi hann sjálfur fara í formannsslag við Ingibjörgu, þetta sagði hann á fundi Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur í dag. Þetta sagði hann vegna þess að bankahrunið hafi verið á hennar vakt. Eftir fundin hefur Jóhanna sent frá sér tilkynnigu um að hún sækist ekki eftir því að verða formaður, hennar tími sem sagt að líða undir lok og tók fljótt af. Ingibjörg svaraði Jóni í fréttum stöfðar 2, að hann gæti ekki staðið undir því ef vilji væri fyrir forustuskiptum í flokknum.Hún sagði einnig að Samfylkingin væri búin að axla sína ábyrgð á bankahruninu með því að slíta stjórnarsamstarfinu við Sjálfstæðisflokkinn.

Þetta finnst mér vera kattarþvottur og Ingibjörg í raun að segja að þetta hafi allt verið Sjöllunum að kenna og að jafnaðarmennirnir hafi bara setið hjá og horft á og ekki gert neitt af sér. Hver var yfirmaður bankamála og Fjármálaeftirlitsins og í hvaða flokk er hann? Þetta er léleg tilraun til að kenna samstarfsflokknum um allt sem miður hefur farið. Ég ætla að ganga svo langt að fullyrða að ég mun ekki kjósa Samfylkinguna með Ingibjörgu Sólrúnu í broddi fylkingar. Einnig vil ég taka það fram að ég er óflokksbundinn og hef aldrei á minni kosningargöngu kosið Sjálfstæðisflokkinn, hvorki í sveitarstjórnarkosningum né Alþingiskosningum.

Svo verður gaman að sjá hvort Nonni eigi eftir að standa við hótunurnar sínar og hjóla í Ingibjörgu. Já spennandi tímar framundan.

3 ummæli

  1. 15. febrúar 2009 kl. 16.40 | Slóð

    Mér finnst gaman hvað þú hefur mikinn áhuga á samfylkingunni og hennar málefnum ;)

  2. 15. febrúar 2009 kl. 21.52 | Slóð

    Ekkert minnst á málefni Samfylkingarinnar í þessari færslu, aðeins sú staðreynd að ekkert í þeirri atburðarás sem leyddi að bankahruninu er Samfylkingunni að kenna. En varðandi málefni flokksins greinir okkur mikið á í Evrópumálum sem er þess valdandi að ég get ekki hugsað mér að kjósa flokkinn.

  3. 17. febrúar 2009 kl. 11.12 | Slóð

    reyndar ekkert minnst á málefni samfylkingarinnar í þessari færslu - en þú virðist samt hafa mikinn áhuga á samfylkingunni og öllu því er henni við kemur, sona dags daglega.