Sjálfstæðisflokurinn fær “liðsauka”!

Jón Magnússon alþingismaður sagði sig úr Frjálslyndaflokknum við ríkisstjórnar skiptin fyrir skemmstu og hefur setið utan flokka á Alþingi síðan þá. Viðskiptablaðið skubbar því á netmiðli sínum www.vb.is í dag að hann sé genginn til liðs við Sjálfstæðisflokkin. Segist blaðið hafa heimildir fyrir því að nafni minn hafi verið staddur á þigflokksfundi Sjálfstæðisflokksins nú í dag.

Jón kemur úr Reykjavík suður kjördæminu en fyrir Sjálfstæðisflokkinn í því kjördæmi sitja eftirfarandi þingmenn; Geir H Haarde, Illugi Gunnarsson, Björn Bjarnason, Ásta Möller og Birgir Ármannsson. Víst er að Geir og Björn munu ekki sækjast eftir endurkjöri til Alþingis og ekki víst að Sjálfstæðisflokkurinn nái nokkuð nema 4 mönnum í þessu kjördæmi þá finnst mér listi með Illuga, Birgi, Ástu og Jóni ekki líta vel út. Jón er hlynntur aðild að ESB og einnig skrifaði hann grein sem birt var á vefsíðu Frjálslyndaflokksins þar sem hann vildi hefta aðgang útlendinga að Íslandi.

Ég held barasta að ég hafi aldrei heyrt neitt gáfulegt málefni frá Jóni Magnússyni og ætla ég að vona að hann komist ekki ofar en í 7. á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður svo að pottþétt sé að hann komist ekki á þing aftur. Ég tel að það sé ekki góður liðsstyrkur fyrir flokkinn að fá yfirlýstan ESB-sinna og útlendingahatara í flokkinn á tímum sem þessum þegar háværara kröfur eru um endurnýjun í flokkunum, þá er ekki sniðugt að fá gamlan fýlupúka aftur í flokkinn.