Eins málefna ríkisstjórnin!!!

Hvaða rugl er það að halda því fram að eina málið sem þarfnast umræðu á Alþingi séu skipulagsbreytingar í Seðlabankanum, svo hægt sé að koma einum einstaklingi úr embætti. Ég bara neita að trúa því að þessi blessaða Ríkisstjórn hafi ekkert annað fram að færa en það ætla að auka enn frekar við atvinnuleysisskrá landsmanna með því að koma Davíði Oddssyni frá völdum. Því þá má hún bara fara að pakka saman og koma sér heim það er ekki lausn á öllum okkar vandamálum.

Svo ætlar allt að keyra um koll vegna þess að Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknaflokksins, vill kynna sér málin betur um þetta nýja seðlabankafrumvarp áður en að hann er tilbúinn að afgreiða það úr Viðskiptanefnd, hann vill bíða eftir skýrslu sem von er á frá ESB sem hann telur að geti hugsanlega upplýst málið betur. Í 48. gr. Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands segir;

48. gr. Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum.

Höskuldur er því aðeins að fylgja sinni sanfæringu en ekki hópþrýstingi frá Jóhönnu og Steingrími. Þetta met ég mikils hjá Höskuldi að hann fylgi sinni sanfæringu og vilji taka vel ígrundaða ákvörðun í stað þess að stimpla bara frumvarpið og senda það áfram. Það er nú varla svo áríðandi að fjölga á atvinnuleysisskránni að það geti ekki beðið örfáa daga það nefnilega virðist ekki neitt annað bíða sem Ríkisstjórnin vill taka á.