Jafnrétti!!!

Í gær var skipað í nýja stjórn Nýja Kaupþings, í henni stitja nú;Gunnar Örn Kristjánsson formaður nefndarinnar, Auður Finnbogadóttir, Erna Bjarnadóttir, Helga Jónsdóttir og Drífa Sigfúsdóttir. Verð að taka það fram að ég hef ekki hugmynd um hvað fólk þetta er, en býst við því að þetta sé allt mjög hæft fólk til að gegna starfinu. Það var bara eitt sem stakk mig í augun þegar ég sá þessa nýju stjórn en það er kynjaskiptingin einungis 20% af stjórninni er(u) karlmenn(maður). Í verkefnaskrá minnihlutastjórnar Samfylkingarinnar og Vinstri grænna segir; “Stjórnin byggir því á mjög aðhaldssamri og ábyrgri stefnu í efnahags- og ríkisfjármálum en mun jafnframt hafa í heiðri félagsleg gildi, hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar, kvenfrelsi, jöfnuð og réttlæti.”  

Bæði Samfylkingin og Vinstrihreyfingin - grænt framboð hafa þá stefnu að auka veg kvenna á vinnumarkaðinum og að jafna hlutfall milli kvenna og karla í atvinnulífinu, hvergi betra að byrja en í ríkisfyrirtækjunum ekki satt. En þá kemur þessi tilkynningu um nýja stjórn Nýja Kaupþings og stefnunar brotnar hjá báðum flokkum og ekki bara nóg með það heldur er líka til lagaákvæði í lögum nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla, en þar segir;

15. gr. Þátttaka í nefndum, ráðum og stjórnum á vegum hins opinbera.
Við skipun í nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkis og sveitarfélaga skal þess gætt að hlutfall kynjanna sé sem jafnast og ekki minna en 40% þegar um fleiri en þrjá fulltrúa er að ræða. Þetta gildir einnig um stjórnir opinberra hlutafélaga og fyrirtækja sem ríki eða sveitarfélag er aðaleigandi að.

Finnst engum öðrum þetta líta út einsog kynjamisrétti, eða er það bara í lagi afþví að það er karlmaður í minnihluta???

Vil svo árétta það svona í endan að ég er ekki karlremba.

2 ummæli

  1. 25. febrúar 2009 kl. 13.30 | Slóð

    Þessi ríkisstjórn verður sífellt sorglegri. Þessi stjórn bankans er bara dropi í hafið í vitleysisgangnum hjá þeim.

  2. 26. febrúar 2009 kl. 16.03 | Slóð

    Svo er bara að vona að almenningur í landinu láti ekki blekkjast og sjái í gegnum þessa ríkisstjórn að hún hefur akkurat EKKERT uppá að bjóða.