Borgarahreyfingin!

Enn ein hreyfingin sem ætlar að bjóða fram sína krafta til að rétta landið við eftir efnahagshrunið síðastliðið haust. Borgarahreyfingin er með ýmsar athyglisverðar hugmyndir um hvað eigi að gera og hvernig það skuli framkvæmt, hér má sjá stefnuskrá hreyfingarinnar.

Best finnst mér þó þessi fyrirvari í lokin á stefnuskránni “Borgarahreyfingin leggur sig niður og hættir störfum þegar þessum markmiðum hefur verið náð eða augljóst er að þeim verður ekki náð“.

Alltaf gaman að svona framboðum, sem koma til með að stela atkvæðum af flokkum einsog Samfylkingunni og Vinstri hreyfingunni Grænu framboði, því að þessi flokkur mun varla ná yfir 5% atkvæðamarkið á landsvísu og mun því skekkja niðurstöður kosninganna sem mun væntanlega verða hagstæð fyrir vikið og ekki verði hætta á að núverandi ríkisstjórn verði áfram við völd.