Að selja sálu sína!!!

Gunnar Lárus Hjálmarsson einnig þekktur sem “dr. Gunni” hefur um árabil verið mikill talsmaður neytenda og bent okkur neytendum á hvar má gera góð kaup, má segja að hann sé óopinber talsmaður neytenda. Hann hefur verið með neytendavakt í Fréttablaðinu þar sem hann bendir á hvernig má gera meira úr aurunum okkar. Gunnar fékk neytendaverðlaun Viðskiptaráðuneytisins í fyrra fyrir “stórmerkilegt einstaklingsframlag í neytendamálum”, eins og segir í tilkynningu frá ráðuneytinu. Gunnar hefur skapað sér sess í hugum einstaklinga sem maður sem hægt er að treysta til að segja sér til um hvað er hagstætt og hvað ekki. Nú hefur Iceland Express ákveðið að nýta sér þetta traust og boðið dr. Gunna gull og græna skóga til að fá að nota ímynd neytendavarðarins til að auglýsa fyrirtækið. Með þessu finnst mér doktorinn hafa selt sálu sína og finnst erfiðara að treysta manninum eftirleiðs, það er erfitt að trúa fólki sem er á launaskrá hjá fyrirtæki og það segir að það fyrirtæki sé hagstæðara en annað, það finnst mér allavega.