Smámunasemi og tittlingaskítur!!!

Í sumar ákváðu stjórnvöld að allir ferðavagnar þyrftu að fara í skoðun á tveggja ára fresti. Ég fór því með fellihýsið mitt í skoðun í gær, beið litla hálfan fjórða tíma eftir skoðuninni, lagði mig til að mynda í rúman hálftíma og átti bara notalega stund á bílastæði Frumherja á Hesthálsi. Svo var gripurinn tekinn til skoðunar. Skoðunarmaðurinn tjáði mér að ég þyrfti að útbúa vagninn með þokuljós, gott og vel skil það alveg bara öryggisatriði. Einnig sagði hann að ég þyrfti fá mér rauða glitþríhyrninga á vagninn að aftan sem þyrfti að vera að tiltekinni stærð, einnig eru gul glitljós á vagninum að framan, skoðunarmaðurinn sagði það væri ekki leyfilegt að vera með gul glit að framan, þau ÞURFA að vera hvít. Hann sagði því að ég þyrfti annað hvort að skrapa glitið úr ljósinu og líma hvít glit á vagninn fyrir neðan ljósin og að kaupa mér hvít glit ljós í staðinn fyrir gulu glit ljósin. Ég fékk sem sagt endurskoðunarmiða og þarf að mæta aftur nú í október.

Í dag er ég enn sannfærðari um það að hversu miklir snillingar embættismenn í Brussel eru, hverju öðrum en þeim dettur slík snilld í hug…Engum. Kjósum JÁ við ESB.