Össur Sparp(i)héðinsson.

Bíddu, afhverju er Össur Skarphéðinsson ekki formaður samfylkingarinnar, vill einhver segja mér það?

Eini maðurinn sem lítur á stóru myndina, hvernig við getum grætt sem mestan pening, fullur af “góðum” hugmyndum.

Sjálfstæðisflokurinn!

Skipstjóri og fyrsti stýrimaður Sjálfstæðisflokksins tilkynntu um það í dag að ákveðið hefði verið á miðstjórnarfundi flokksins í dag að skipa “Evrópunefnd” sem á að skoða stöðu Íslands gagnvart Evrópusambandinu, ríkjum Evrópu og valkostum Íslands í alþjóðasamstarfinu.

Fyrsti stýrimaður flokksins sagði það fyrir nokkru síðan að skoða ætti aðild að ESB vegna þeirra þjóðfélagsaðstæðna sem upp væru komin á Íslandi. Það er orðið augljóst að það eru að myndast tvær fylkingar innan raða sjálfstæðisflokksins, þeir sem vilja hlaupa undir pilsfald ESB og þeirra sem vilja það ekki.

Ef að nefndin kemst að þeirri niðurstöðu að hagsmunum okkar er betur borgið innan vébanda ESB og landsfundurinn samþykkir þá setefnubreytingu floksinns. Ekki mun þá standa á samtarfsflokknum í ríkisstjórninni, sem helst vildu vera komin inní ESB í gær. Komist þessi “Evrópunefnd” að þessari niðurstöðu og flokkurinn breytir stefnu sinni er Sjálfstæðisflokkurinn ekki að svíkja þá sem gáfu honum umboð til að starfa á hinu háa Alþingi?

Finnst það allavega voða hæpið að lofa að gera ekki eitthvað í kosningabaráttu og svo að gera það samt. Menn eiga að vera trúir sinni stefnu og fylgja henni, allavega ekki að breyta henni á miðju kjörtímabili.

 

Steinunn Valdís Óskarsdóttir.

Steinunn Valdís er að ég held að óhætt sé að segja feministi, ekkert að því svo sem. Hún vill auka veg og virðingu kvenna en samt aðallega völd kvenna. Steinunn er flutningsKONA (segi þetta til að móðga hana ekki) frumvarps um breytingar á lögum nr. 161/2002 um fjálmálafyrirtæki. Hún vil bæta við málsgrein við 51. gr. lagana sem fjallar um fjölda stjórnarmanna í fjármálafyrirtækjum. Á hin nýja málsgrein að hljóða svo “Við kjör í stjórn skal tryggt að í stjórninni sitji sem næst jafnmargar konur og karlar.” Ég hef alltaf verið mótfallinn þessu að það verði að vera sem jöfnust hlutföll karla og kvenna, það á að kjósa það fólk sem er hæfast hverju sinni, ef það eru allt konur þá er það í góðu lagi mín vegna, er ekki kvenn hatari enda bý ég einn með þremur kvennmönnum á heimili. Í athugasemdum með frumvarpinu segir “Ljóst er að fram til þessa hafa konur ekki átt greiðan aðgang að stjórnum banka eða fjármálafyrirtækja. Er það miður, ekki síst þar sem rannsóknir hafa sýnt fram á fjárhagslegan ávinning fyrirtækja af því að auka hlutfall kvenna í stjórnum.” Rannsóknir, eru niðurstöður þessara rannsókna læstar niðrí skúffu einhversstaðar og voru þær gerðar eftir viðurkenndum vísindalegum rannsóknaraðferðum, ég bara spyr.


Fyrst ég er að fjalla um Steinunni og hennar jafnréttis hugsjón verður nú bara að minnast þingsályktunar sem hún bar upp á Alþingi fyrir að verða ári síðan um að ríkisstjórninni yrði falið að undirbúa breytingar á stjórnarskrá og lögum til að taka mætti upp nýtt starfsheiti ráðherra sem bæði kynin gætu borið. Hún gerði engar tillögur að titli en sagði að leita mætti eftir áliti hjá Íslenskri málnefnd og heimspekideild Háskóla Íslands. Í greinagerðinni segir “Það er því í fyllsta samræmi við þessa þróun að breyta einnig starfsheitum í hefðbundnum karlastéttum, þannig að konur geti borið þau. Ráðherraembætti eiga ekki að vera eyrnamerkt körlum.”

Ég er á því að Steinunn eigi að reyna að virkja sjálfa sig í að gera meira gagn heldur en þetta væl sitt og ef hún ætlar að halda því áfram að gera það á málefnalegum nótum.

Þess ber samt að geta að ég hef kosið Samfylkinguna með hana innaborðs, er reyndar nokkuð viss að ef yrði boðað til kosninga í dag að ég myndi ekki kjósa flokkinn.

Frábært!!!

Þetta er einsog tölvuleikur!

Ég er einsog meirihluti landsmanna andvígur ríkisstjórninni og reyndar stjórnarandstöðunni líka. Ég minnist þess þegar Guðmundur Steingrímsson kom niður í mötuneyti og var að messa yfir okkur um það hvað Samfylkingin væri frábær flokkur og fór að líkja stjórnun landsins við tölvuleik. Hann vildi meina að Samfylkingin ætti rétt á að fá fjarstýringuna næst afþví að hinir voru búnir að fá að leika sér svo lengi í leiknum og vildu ekki deila með sér. Samfylkingin fékk sínu fram, eftir á að hyggja var það kanski ekki sniðugt þegar ekki er til hæfari fólk til að sitja í ríkisstjórn fyrir flokkinn heldur en flugfreyja.

Ég tel að við þurfum mun hæfari einstaklinga í framboð til að stjórna landinu og til að fá þá þurfum við að hækka laun alþingismanna og ráðherra. Það er ekki nóg að einstaklingar komi vel fyrir heldur þarf að vera eitthvað gáfulegt sem einstaklingar láta út úr sér einsog ákveðinn heimspekingur sem er í ríkisstjórninni.

Við eigum að reyna að fara að ná háskóla prófesorum og sérfræðingum í framboð til alþingis.

Seðlabanki Íslands

Hlutverk Seðalabanka í slands er meðal annars að stuðla að stöðugu verðlagi og halda verðbólgu innan ákveðna marka, í frumvarp með lögum nr. 36. frá árinu 2001 um Seðlabanka Íslands er talað um milli 1-3% hún er í dag rúmlega 15% og fer hækkandi.

Það hefur viðgengist að stjórnmálamenn sem eru að hverfa af hinu pólitíska sviði hafi átt innangengt hjá Seðlabankanum, svona griðarstaður fyrir þá til að hafa það náðugt síðustu árin í vinnu með feitan launapakka.

Það sem mér finnst magnaðast í þessu öllu er að það eru engin hæfisskilyrði um bankastóra bankans, hvorki um menntun né neina sérþekkingu. Aðeins að forsætisráðherra skipi bankastjóra og formann bankastjórnar til 7 ára í senn.

Davíð Oddsson er einn þeirra sem er að fá að njóta elli árana á starfsferlinum í kósý djobbi í Seðlabankanum. Menn gerðu hreinlega ekki ráð fyrir því að svona færi í efnahagsmálunum og að Davíð þyrfti að gera nokkuð í vinnunni. Eina verkefni Davíðs hefur verið að halda verðbólgunni niðri það hefur hann gert með því að boða stýrivaxtahækkun reglulega til að sporna við því að aðilar taki sér lán, það hefur ekki gengið eftir og verðbólgan ekkert gert nema að hækka.

Davíð hefur talað mjög óvarlega um efnahagsmálin uppá síðkastið um aðkomu ríkisins að skuldbindingum bankana þriggja, sérstaklega í viðtali við Sigmar í Kastljósinu á þriðjudagskvölinu. Telja menn í viðskiptalífinu að ummæli Davíðs í téðu viðtali hafi verið orsök þess að skrúfað hafi verið fyrir fjármagn til Kaupþings og það varð til þess að FME ákvað að taka bankan yfir, því að allt leit út fyrir að Kaupþing stæði mjög vel og kæmist í gegnum þennan ólgusjó nokkuð klakklaust. Það er mjög athyglivert að maður í stöðu Davíðs skuli getað talað svona óvarlega sem verður til þess að risa fyrirtæki einsog Kaupþing fari á hausinn.

Er ekki spurning um að setja skilyrði um um lágmarkshæfi manna til að sitja í brú Seðlabanka Íslands svo hvaða trúður sem er geti ekki verið skipaður í djobbið, svona bara afþví að hann þekkir Geir.

Gengið!!!

Þetta graf sýnir þróun gengisvísitölunnar síðustu 3 ár, en fyrir 3 árum voru bankarnir að bjóða húsnæðislán í erlendri mynt. Okkur Jóhönnu stóðst til boða að taka lán fyrir íbúðinni í erlendri myntkörfu á lágum vöxtum, sem betur fer sagði ég nei. Hluti átti að vera í kanadískum dollurum, þá rokkaði hann á milli 50-53 krónum, í dag 2. október 2008 kl. 12:27 er hægt að kaupa kanadískan dollara á 106 krónur og 50 aura. Þrátt fyrir verðbólguna og 14 milljóna króna lánið mitt sé komið í 18 milljónir er ég nokkuð sáttur við að hafa ákveðið að taka ekki lán í myntkörfu og finn til með þeim sem ákváðu að gera það.

Allt að fara til andskotans!!!

Finnst þessi mynd viðeigandi miðað við atburða síðustu daga og vikna.

Þessir litlu hlutir sem gefa lífinu gildi!!!

Lífið er yndislegt þessa dagana, vegna jákvæðra úrslita í ákveðnum fótboltaleik um helgina.

Tilraun!!!

[youtube=http://www.youtube.com/watch?v=l0H4oHIHMZI]
Þetta náði að trufla mig frá mjög svo áhugaverðum Verðbréfamarkaðsréttar lestri í gær.